Feeds:
Færslur
Athugasemdir

tæknivandamál!


Ég fór loksins aftur út að ganga í gær og fór bara litla hringinn svona til að byrja með.  Í morgun tók ég svo stóra hringinn og hélt ég kæmist ekki heim aftur! Skammast mín fyrir að hafa ekkert hreyft mig í sumar og nú skal bætt úr því.

Mér finnst svo frábært að fara þennan morgunhring en skrítið hvað það er samt erfitt að koma sér af stað. Ég þarf alveg að pína sjálfa mig til að reima á mig skóna og leggja af stað. Veit samt alveg hvað mér líður vel þegar ég er búin með þetta morgunverk. Stundum vildi ég óska að ég hefði einhvers konar upptökutæki á mér því mér dettur svo margt snjallt í hug á göngunni! Skrifa heilu pistlana sem hljóma svo gáfulega en sem ég man svo ekkert hvernig voru þegar heim er komið

Annars væri ekki á það bætandi að vera komin með enn eitt tækið því tæknimálin vefjast orðið meira og meira  fyrir mér.

Þegar ég loksins fann út hvernig kveikt er á sjónvarpstækinu hérna (já það er allt öðru vísi en á Íslandi) þá kom á skjáinn tilkynning um að „parental lock“ væri á og gæti því ekki horft á neitt.  „Vinsamlegast talaðu við foreldra þína.“ Dálítið erfitt að ná sambandi við þau og ég efast líka um að þau gætu hjálpað. Sem betur fer gat ég leitað til tengdasonar míns sem virðist ekkert þreytast enn á klaufalegri tengdamóður sinni.

Ég fór sæl að horfa á sjónvarpið en komst fljótt að því að þegar ég skipti um stöð vantaði það sem hér nfnist „TV guide“ og segir þér hvað er á dagskrá á hverri stöð. Sem er auðvitað dálítið mikilvægt því stöðvarnar eru vel á annað hundraðið og hér kemur enginn Moggi með dagskránni. Ég vildi nú reyna að spjara mig sjálf og fór að lesa bæklinginn um sjónvarpið og fikta í öllum þremur fjarstýringunum. Af hverju þurfa þær að vera þrjár? En ekkert gekk.

Loks ákvað ég að keyra til vina minna hjá COX sem ég kaupi þjónustuna af. Tók með mér allar fjarstýringarnar og hugðist nú læra á þetta í eitt skipti fyrir öll.  Ég tók ekki sjansinn að hringja til þeirra því venjulega þegar ég hringi  út af svona tækni vandamálum þá koma útskýringarnar svo hratt að ég er engu nær.

Jæja, afskaplega vinsamleg kona hjá COX sagði mér að besta trixið væri að fara heim og taka „boxið“ úr sambandi í 30 sek. setja aftur í samband og „voila“ vandamálið leyst. Sem reyndist alveg rétt!

Næst ætlaði ég að kaupa viðbótarmínútur á ameríska gemsan minn. Ekkert mál, fer á „go-phone“ síðuna og kaupi . Nei, nei ekki hafa þetta auðvelt. Þetta ég var búin að glíma við þetta í langan tíma reyndist líka heillaráð að keyra bara á staðinn. Og aftur var það elskuleg afgreiðslustúlka sem sagði mér að ef maður notaði ekki símann í þrjá mánuði dytti áskrif að þessu númeri út og ég yrði að byrja upp á nýtt og fá annað símanúmer. Svo því var bjargað í snarheitum.

Og svo er það hlaupaúrið mitt! Ég get alls ekki komið því í gang. Ekki það að ég geti ekki labbað án þess en ég fæ visst „kick“ út úr því að smella úrinu á mig á morgnana og af stað og keppa við sjálfa mig. Sjá hvort ég hef náð betri tíma í dag en í gær og hvort ég hef eytt fleiri kaloríum og hvernig hjartslátturinn er.

Mér er farið að líða svolítið eins og ég sé eitt af þessum gamalmennum sem tuða stöðugt yfir óþarfa tækni allt af því þau ná ekki að skilja hvernig þetta virkar.

Sem betur fer virkar tölvan mín enn. Ég þarf að vísu að setja öll e og k inn í textann eftir á því það þarf verulegt afl til að láta þá taka virka. En ég kann á það!

Komin til AZ


Komin til AZ.

Komin til AZ


Kæru vinir, þá er ég komin rétt eina ferðina í sæluna í Arizona. Kom rétt í monsoon endann og náði nokkrum góðum rigningardögum! En hér verður maður að gera eins og innfæddir og gleðjast mikið yfir rigningunni rétt eins og við Íslendingar sl. sumar.  Og eins og sannur ameríkani byrjaði ég á að fara og vinna í hjálparstarfi fyrsta laugardagsmorguninn. Það  var reyndar bæði gefandi og fróðlegt. Það er ákaflega döpur staðreynd að fjórða hvert skólabarn hér í AZ fær ekki að borða nema í skólanum og þarf því um helgar að treysta á svona matarpakka eins og við vorum að útbúa. En íslensku börnin sem voru að pakka með okkur höfðu svo sannarlega gott af að heyra að það er ekki sjálfgefið að fara saddur í rúmið á kvöldin. Verst hvað þetta var lítið girnilegur eða hollur matur sem við pökkuðum því allt miðast við að hafa mikið geymsluþol og þurfa hvorki kælingu né matreiðslu.

Annars dett ég bara strax inn í sama munstur og áður, tek á móti skólabörnunum og fer í mína göngutúra……ok ég er ekki byrjuð en…………….

Fyrst fer líka tími í að koma sér aftur fyrir í húsinu, læra enn á ný hvernig stilla á sjónvarpið! Ná sér í nýtt gemsanúmer: 480-286-0983 og svo auðvitað að fara á minn heittelskaða markað.

Læt hér fylgja með mynd af innkaupum morgunsins. Allt þetta kostaði 34 dollara! Hvað ætli þyrfti aðborga fyrir sambærilgt magn á Íslandi? T.d.kosta þrjár öskjur af jarðarberjum 1 dollar samtals!!


Hello Mountain Gators and all English speaking friends!

Back in Iceland for the summer as you know. Wish I could swap a few degrees with you in Arizona! We could use the heat and you would probably be just as happy to cool down a bit. But strangely enough what we need most of all here in Iceland at the moment is rain! It has not rained here for almost three weeks and that is very unusual for Iceland.

For those of you who have not yet visited us in Iceland in our new house here are some photos:

Everything is blooming and growing but it would be a lot greener if we got some rain

The view from the back yard is over Reykjavik and I have a wonderful mountain to look at just like Red Mountain in Mesa! Our Icelandic mountain  is called Esja.

Different flowers from Arizona but same colors

Hope you are all having a wonderful summer but if you need to cool down come to Iceland!!


69 Svölur lögðu af stað frá Umferðarmiðstöðinni laugardaginn 2. júní í sól og steikjandi hita! Ferðinni var heitið um Snæfellsnes og með gistingu í Stykkishólmi.

Þetta var alveg frábærlega vel heppnuð ferð og veðrið lék við okkur allan tímann.

Fararstjórn var í höndum Heiðars Jónssonar „Svala“ og fórst honum leiðsögnin afar vel enda ættaður af Nesinu. Hann kunni skil á öllum kennileitum og auk þess margar skemmtilegar sögur af fólki og bæjum.

Eina sem skyggði á var óhapp Ernu „Svölu“ sem varð fyrir því að detta svo illa að hún braut tvo fingur og þurfti að fara til baka til Reykjavíkur. Við misstum af heimsókn í hennar sumarbústað við Stykkishólm en vonandi fáum við aftur heimboð ef aftur verður farið um Snæfellsnes.

Frábærlega vel heppnuð ferð þökk sé okkar öflugu góðu stjórn eins og sést best á meðfylgjandi myndum:

Cinco de Mayo!


What a great party last night at Shauna and Kevin´s.  If you live in Arizona you know what Cinco de Mayo stands for but for my Icelandic friends it is the National day of Mexico 5th of May.

My friends backyard was really beautiful with lots of torches and the full moon above and of course filled with happy people. Oh and the Margaritas!

  Soooooo good!

Our host looked the part with his real sombrero!

and beautiful Teiva like a smaller version of her mother – The senorita!

                       

Th kids had a great time in the pool and Viktor was almost swimming and even tried jumping into the pool with the risk of getting his face wet!

                     

All this swimming makes you so hungry and Shawna´s food was really delicious, both for kids and grown ups.

No more words! These photos will show you what a wonderful party it was:

Of course they are all Mexican:

And just in case you did not see the moon:

and it was also a super moon in Iceland last night – is it the same moon?

(If you like to see some great photos from Icland go to: https://www.facebook.com/pages/ICEPEDITIONs-Iceland/112615565768)

Thank you dear neighbors for a great party – see you all soon.


This time I am writing in English for my guests last night!

Some you had asked us is if we had any DVD´s from Iceland so we sent The Mountain Gators an email to see who would be interested.

It turned out all of  you and two more Ray and Anna could come. So we gathered here at six and had drinks and dinner and lots of fun.

And of course we had secured some Icelandic weather!

Romy, Shawna and Soffia

Yes Kevin close your eyes – you never know what happens when you open a bottle!

Shawna, Kaitlyn and Romy planning the next girls-out-night!

Oh its true we girls saw it last night at the Golf Club!!

Socorro, Anna and Kaitlyn

The „boys“ were brave enough to stay outside! Shawn, Ray and Kevin

    

Health food a la HaPP restaurant in Iceland!

    

Girl talk                                       Men talk

Kids had pizza and enjoyed running around and could not care less if it was a bit cold outside

    

After dinner we moved over to Robi´s and Socorro´s front yard to watch: Amazing Iceland.

      

Wonderful friends and neighbors – we hope all of them will one day be our guests in Iceland.

 


Föstudaginn langa ákváðu Dísa og tvær vinkonur hennar þær Eve og Tess að baka bollakökur og selja svo gestum og gangandi. Þær hömuðust við baksturinn og amman fór í sendiferðir fyrir þær og vaskaði þess á milli upp.

Og þær voru ótrúlega frjóar og listrænar þegar kom að skreytingunum. Hér má sjá afraksturinn 86 bollakökur:

Þær fengu svo lánað borð hjá nágrönnum okkar og örkuðu af stað:

Of bjuggu um sig hérna fyrir utan hliðið í þeirri von að margir ættu leið um svona á föstudegi. Og auðvitað var afinn fyrsti viðskiptavinurinn!

En salan fór fram úr öllum vonum og fyrst seldu þær hverja köku á dollar en þegar þeim fór að fækka ákváðu þær að hækka verðið í dollar og fimmtíu. Efnilegar sölukonur! Og allt seldist upp og afraksturinn 95 dollar verða settir í sjóð til að nota þegar þær útskrifast í vor úr Elementary school.

GLEÐILEGA PÁSKA!

 

 

 


Skemmtilegur hópur mætti í vínsmökkun hjá Soffu og Jóa í gærkvöldi.

Yndislegt veður og fórum fyrst út á pall og dáðumst að sólarlaginu og hlustuðum á Jóa útskýra hvernig ætti að bera sig að.

Hver hjón komu með tvær flöskur, eina hvítvín og eina rauðvín. Flöskurnar voru í brúnum pokum og merktar þeim sem komu mð þær og hvort þær voru hvítar eða rauðar.

og svo hófst smökkunin!

Vínin rædd fram og til baka

og skrafað og skeggrætt og sagðar sögur

og svo var klappað fyrir besta víninu og flöskurnar afhjúpaðar

og hér sést smakk kvöldsins! Fyrstu verðlaun fékk flaskan lengst til vinstri.

Sérlega skemmtilegt kvöld og allir margs fróðari þó auðvitað sé smekkurinn misjafn.

 

Nammibarir!


Hvað er að okkur??  Allt þetta sælgætis át og gos drykkja.  Ekki að furða að tannheilsa barna á Íslandi sé léleg og að þau séu að verða allt of þung.  Ég hef hvergi rekist á svona nammibari hér í Arizona. Svo sá ég að það er umræða í gangi um hvort leikskólakennarar eigi að axla þá ábyrgð að láta börnin bursta tennurnar!  Hér bursta öll börn tennurnar  eftir hverja máltíð í leikskólanum sem þýðir að þau sem eru fullan dag bursta tennurnar þrisvar sinnum í skólanum og svo væntanlega kvölds og morgna heima hjá sér.  Þegar þau eru búin að borða ganga  þau frá sínum disk og glasi og fara að vaski sem er í skólastofunni  og  þvo sér um hendur og bursta tennur.  Þau geyma sinn tannbursta í merktu hylki á veggnum við vaskinn.  Fóstrurnar ráku upp stór augu þegar ég spurði hvort þetta væri  ekki mikil vinna fyrir þær.  “Hvað meinarðu” sögðu þær, ”um leið og börnin geta þvegið sér sjálf um hendurnar geta þau líka burstað tennurnar sjálf.  Þangað til hjálpum við þeim.”  Það er greinilega talinn sjálfsagður hlutur að börnin bursti eftir hverja máltíð.  Enda tannheilsa bandískra barna með afbrigðum góð. Og eitt annað finnst mér athyglisvert í sambandi við hreinlæti barna í leikskólanum. Þau læra strax að hósta og hnerra í olnbogabótina.  Það má alls ekki setja hendina fyrir munninn eða nefið.  Ég spurði dótturson minn af hverju og hann hafði skýringuna á hreinu: “Ef þú hóstar eða hnerrar í hendina þá fara vondu sýklarnir á allt dótið sem við höldum á og hinir krakkarnir fá kvef!